150. löggjafarþing — 10. fundur,  25. sept. 2019.

ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu.

142. mál
[16:16]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé öllum ljóst að til þess að landamærin virki og einhver botn náist í þau mál verði að gilda um þau sérstakt samkomulag vegna þess að landamærin á Írlandi, milli Norður-Írlands og Írlands, eru ekki venjuleg landamæri, ef má orða það þannig, í ljósi sögunnar og alls þessa. Ég veit ekki til þess að Evrópusambandið hafi nokkuð hlustað á Breta þegar að því kemur. Það er bara það sem ég bendi á. (KÓP: Er samningur við forsætisráðherra … )