151. löggjafarþing — 100. fundur,  25. maí 2021.

viðbrögð ráðherra við áróðursherferð Samherja.

[13:26]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég hef áður farið yfir hæfi mitt til að taka á málefnum þessa fyrirtækis, m.a. með hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, sem fer nú ekki mjög vel að að vanda um við aðra þingmenn um siðferði þeirra. Þetta er fyrsti og eini þingmaðurinn sem hefur fengið ákúrur fyrir að brjóta þær siðareglur sem Alþingi sjálft hefur sett sér, (ÞSÆ: Það er rangt.) fyrsti og eini þingmaðurinn sem hefur fengið þá ákúru. Þannig að ég mótmæli því að menn beri ekki eitthvert skynbragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem koma upp, hvort heldur þau varða Samherja eða önnur fyrirtæki. (Gripið fram í.) Það geri ég geri og ég hef lýst því yfir hátt og í heyranda hljóði á opnum fundi nefndarinnar með hvaða hætti ég met hæfi mitt hverju sinni þegar slík mál koma upp.