154. löggjafarþing — 100. fundur,  22. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[18:34]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir seinni spurninguna og ítreka það að ég hyggst ekki banna spilakassa. En um þetta gilda reglur og það verður að vera. Ég ítreka sömuleiðis að það er brýnt að taka utan um þá einstaklinga sem ekki ráða við þessa leiki, að þeir hafi úrræði og geti leitað sér hjálpar ef þeir þurfa á því að halda. Ég vil fá að nefna hér að við erum að horfa á spilakassa með heildstæðum hætti, ekki bara spilakassa heldur líka netspilun. Ríkislögreglustjóri hefur talið að það sé áhætta hvað þessa starfsemi varðar varðandi peningaþvætti. Það er því brýnt að rýna þetta regluverk og það hyggjumst við gera.