Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 101. fundur,  2. maí 2023.

stjórn fiskveiða.

539. mál
[15:02]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni greiðum atkvæði með þessu máli, enda er löngu tímabært að vinna að hvötum til orkuskipta í sjávarútvegi og þetta frumvarp er skref í þá átt. Vandinn er hins vegar sá að það liggur ekkert fyrir um hvaða hafnir í dag hafa næga innviði til að gera strandveiðibátum kleift að komast í hleðslu. Það liggja ekki heldur fyrir áætlanir um uppbyggingu aðgengis að rafhleðslu í höfnum landsins. Það liggur heldur ekkert fyrir um hver sé áætlaður hleðslutími hvers báts eða um hver sparnaðurinn sé við að rafvæðast. Rafvæðing hafna er stórt og mikilvægt loftslagsmál sem ráðast þarf í. Sums staðar er til næg orka í verkefnið og annars staðar ekki en um allt land verðum við að fara í það verkefni að hrinda úr vegi þeim hindrunum sem vinna gegn rafvæðingu hafna, alveg sama í hvaða formi það er.