145. löggjafarþing — 102. fundur,  20. apr. 2016.

aukaframlag til fréttastofu RÚV.

[15:50]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Í ljósi þessa svars hlýt ég að spyrja og kalla eftir skýrum svörum um hvort hæstv. ráðherra sé þá tilbúinn að nýta skúffufé sitt í það ef fréttastofa RÚV kemur með slíka fyrirspurn.

Þá langar mig jafnframt að spyrja ráðherrann, einmitt í ljósi orða hans núna, hvort það hafi verið að frumkvæði Eyþórs Arnalds sem hann fékk Eyþór Arnalds til að gera skýrslu fyrir sig eða að frumkvæði ráðherrans. Hæstv. ráðherra sá sér fært að greiða 5 milljónir fyrir skýrslu um rekstur RÚV sem mörgum fannst frekar illa farið með fé vegna þess að gæði skýrslunnar endurspegluðu ekki endilega fagleg sjónarmið og nálgun.

Það er rétt að minna á að fyrir andvirði skýrslunnar umdeildu hefði RÚV getað keypt þrjá Kastljóssþætti um Panama-skjölin.