135. löggjafarþing — 103. fundur,  15. maí 2008.

tekjuskattur.

325. mál
[11:25]
Hlusta

Magnús Stefánsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Nú kemur þetta mál um tekjuskatt og fleira til lokaafgreiðslu hér á Alþingi. Eftir að efnahags- og skattanefnd þingsins fjallaði um málið fyrir 3. umr. stend ég að framhaldsnefndaráliti meiri hlutans með fyrirvara en hann lýtur fyrst og fremst að ákvæðum frumvarpsins um að söluhagnaður hlutabréfa verði skattfrjáls, ásamt öðrum ákvæðum sem því tengjast og einnig hvað varðar afturvirkni í ákvæðum frumvarpsins.

Við umfjöllun um málið hafa komið fram rökstuddar athugasemdir, m.a. frá ríkisskattstjóraembættinu, ASÍ o.fl. sem leggjast gegn því að málið verði afgreitt nú með þeim hætti sem fyrir liggur. Með tilvísun í þessar athugasemdir m.a. mun þingflokkur Framsóknarflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.