150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

tilkynning.

[15:03]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill að lokum geta þess að stefnt er að atkvæðagreiðslu að afloknum umræðum um 3. dagskrármálið eða fljótlega eftir það og verða þá ekki frekari atkvæðagreiðslur í dag. Sú atkvæðagreiðsla verður boðuð með þokkalegum fyrirvara þannig að e.t.v. verður umræða hafin um 4. dagskrármálið og henni þá frestað þegar að atkvæðagreiðslunni kemur til að allir hv. þingmenn nái til atkvæðagreiðslunnar.