150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

samningur ríkisins við erlenda auglýsingastofu.

[15:22]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það er hins vegar eitt sem er ekki alveg skýrt í mínum huga eftir svarið og það er að hann segir að verkkaupi, þ.e. Íslandsstofa, standi skil á virðisaukaskattinum. Ef það er Íslandsstofa sem á að standa skil á honum hlýt ég að álykta sem svo að það sé ekki þessi erlendi aðili, sem er að vinna verkið, sem eigi að skila þessum vaski. Ég vil líka spyrja ráðherra hvort hann telji ástæðu til, þar sem einungis munaði 0,82% á einkunn þessarar erlendu stofu og þeirrar stofu íslenskrar sem næst komst, að fara aftur yfir þetta mál til að þarna sé alveg tvímælalaust réttur gerningur hafður í frammi vegna þess, eins og ég sagði áðan, að mér þykir það súrt og leitt (Forseti hringir.) ef við ætlum að byggja Ísland upp að nýju með því að flytja út störf og fjármuni.