Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 105. fundur,  10. maí 2023.

skipulagslög.

144. mál
[17:07]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég held að við deilum ekki um það að grípa þarf til mikilla endurbóta á flutningskerfi raforku hér á landi. Til þess þurfa lög að standa.

Það er hins vegar þannig, og kom fram í umfjöllun hv. umhverfis- og samgöngunefndar um þetta frumvarp frá hæstv. innviðaráðherra, að það er alls ekki ljóst að það þjóni tilgangi sínum eða markmiðum.

Þess vegna höfum við, fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í nefndinni, lagt fram frávísunartillögu þannig að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar og unnið betur úr því í ráðuneytinu svo að hægt verði að leggja aftur fram frumvarp sem hugsanlega verði hægt að afgreiða hér.

Ef svo ólíklega vill til að frávísunartillagan verði felld höfum við einnig varatillögu.