150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[12:57]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum á tímamótum hvað þetta frumvarp varðar og við erum að stíga stór skref til þess að bæta stöðu íslenskra námsmanna, heima sem heiman. En það er ein athugasemd sem ég vil gjarnan gera. Hér er verið að taka til með nýjum lögum og fella út ábyrgð ábyrgðarmanna eins og hæstv. forsætisráðherra benti réttilega á hér áðan. Ég hefði gjarnan viljað, til þess að við værum ekki að mismuna fólki, að við litum til þeirra ábyrgðarmanna sem sitja uppi með gömlu lánin sem flestir eru orðnir verulega aldnir, mjög gamlir, og ég held að það sé nú kannski ekki svo kostnaðarsamt fyrir okkur að mismuna þeim ekki miðað við eldri lög. Ég tek því undir breytingartillögu á þskj. 1482 frá hv. þm. Guðmundi Andra Thorssyni, sem kemur hér fram á eftir, þar sem hann vill í raun fella brott allt sem lýtur að þessari mismunun og að allir ábyrgðarmenn séu fríir og frjálsir.