Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 110. fundur,  23. maí 2023.

efling barnamenningar fyrir árin 2024-2028.

804. mál
[14:40]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir orð forsætisráðherra. Það er auðvitað mikið fagnaðarefni að við séum að festa þennan sjóð og allt þetta starf í sessi og ég tek auðvitað fagnandi við því. Vegna þess sem fram kom, um að við værum ekki að hlúa að fötluðum börnum og fleirum, vil ég upplýsa hv. þingmann um að við erum að auka samstarf við Þroskahjálp þar sem sérstök áhersla er lögð á skapandi greinar. Það mun margt spennandi gerast á þeim vettvangi á næstu árum. Ég þakka kærlega fyrir athugasemdina en vil líka upplýsa hv. þingmann um að við erum svo sannarlega að taka til hendinni þarna eins og á flestum stöðum þar sem þessi ríkisstjórn kemur við.