149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[09:49]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Ég er eiginlega enn þá að fiska í sama vatninu. Ef minnsti grunur er uppi um að þingmál standist ekki stjórnarskrá eigum við þingmenn náttúrlega — það er ekki einu sinni hægt að segja: óhægt um vik, heldur getur það ekki verið hluti af því sem við eigum að gera hér, þ.e. að samþykkja þingmál sem við höfum annaðhvort grun um eða vitum að stenst ekki stjórnarskrá lýðveldisins, sem við höfum, nota bene, unnið eið að.

Mig langar til að biðja hv. þingmanninn að fara aðeins betur yfir það mál, þann flöt málsins að við erum búnir að vinna eið (Forseti hringir.) að stjórnarskrá og ætlum að vinna samkvæmt henni.