150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[13:00]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég þakka fyrir þessa leiðréttingu, þ.e. að ekki sé hægt að elta fólk með skuldir sínar eftir að það verður gjaldþrota fram á grafarbakkann, það er þá bara hægt að gera það upp að 65 ára aldri. Það eru einhverjar aðgerðir þarna sem létta þetta. Það kemur samt fram í 26. gr. frumvarpsins að ef fólk fer í gjaldþrot getur ríkið, hið opinbera, kallað eftir því að skuldin fyrnist ekki, að námslánin fyrnist ekki. Það er í 26. gr. Það er það sem er verið að festa í sessi. Það hafa fallið dómar í Hæstarétti um að slíkt sé ekki í lögunum eins og þau eru í dag. Þetta þýðir að ef 26. gr. verður samþykkt eins og hún er lögð fram munu námslán ekki fyrnast þó að fólk verði gjaldþrota. Það er staðreynd. Lagið það bara, þá er þetta ansi flott frumvarp að mörgu leyti. Lagið þetta atriði þegar málið fer aftur til nefndar.