151. löggjafarþing — 111. fundur,  10. júní 2021.

fjáraukalög 2021.

818. mál
[10:56]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Ef við köllum þessar 300 milljónir plan A spyr ég: Er þá eitthvert plan B? Hvenær á að vera búið að reikna þetta út þannig að þau hjúkrunarheimili sem standa verst viti það? Verður það tilbúið í haust, við fjárlög næsta árs? Hvenær er reiknað með að niðurstaðan liggi fyrir þannig að það sé alveg tryggt að þessi hjúkrunarheimili fái það fjármagn sem dugir til að standa undir rekstri og öruggt að engin hætta sé á því að þjónustan verði skert og að þau sem eru á heimilunum geti fengið þá þjónustu sem þau eiga rétt á?