151. löggjafarþing — 111. fundur,  10. júní 2021.

Barnvænt Ísland -- framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

762. mál
[19:06]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Í lið 6.2 í þessu máli er í rauninni verið að samþykkja þingmál Pírata frá því 2018, sem hefur verið reynt á hverju ári að koma í gegnum nefndir þingsins. Utanríkisráðuneytið hefur verið á móti því að samþykkja þessa grein. Hún fjallar um staðfestingu á þriðju valfrjálsu bókun barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem gefur fólki hér á landi, krökkum og forráðamönnum þeirra, aðgang að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna þar sem við Íslendingar erum með fulltrúa, merkilegt nokk. Það hefur verið erfitt hingað til að fá þessa valfrjálsu bókun samþykkta hér, einhverra hluta vegna. En fyrst þetta er komið fram núna sem mál ráðherra þá fögnum við því að sjálfsögðu, því að gott er gott, sama hvaðan það kemur.