144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[15:59]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna.

Í hádegisfréttum sagði hv. þm. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, að það væri svo nauðsynlegt að virkja vegna þess að það þyrfti að knýja áfram verksmiðjur í Helguvík og á Grundartanga. Samband sunnlenskra sveitarfélaga hefur bent á að 50% af raforku sem framleidd eru með vatnsafli og 70% sem framleidd eru með háhita koma af Suðurlandi en aðeins 4% raforkunnar eru nýtt á Suðurlandi, í héraði. Ég vil spyrja hv. þingmann sem situr í atvinnuveganefnd hvort þessi krafa sunnlenskra sveitarfélaga hafi verið rædd og hvernig það muni leggjast í þau ef virkja á í neðri hluta Þjórsár og Skrokköldu til að knýja áfram verksmiðjur í Helguvík og á Grundartanga?