151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

708. mál
[14:12]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér kem ég til að ræða það sem ég taldi mig vera mættan vegna skömmu fyrir hlé. (PállM: Og vísa í það sem ég áður sagði.) Og ég vísa í það sem ég sagði áður, hárrétt. Frumvarpið felur í sér lögfestingu efnisákvæða fjögurra tilskipana Evrópuþingsins og ráðsins. Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu hafa tilskipanirnar ekki verið teknar upp í EES-samninginn. Engu að síður eru efnisákvæði tilskipananna lögfest með frumvarpinu. Það sem mig langar að vekja sérstaka athygli á hér er það sem segir í nefndaráliti meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar, með leyfi forseta:

„Meiri hlutinn beinir því jafnframt til ráðuneytisins að fylgjast með framgangi gerðanna á þeim vettvangi og bregðast við ef þurfa þykir, svo sem með frestun gildistöku laganna, sem nú er 1. janúar 2023, til að tryggja að við upptöku gerðanna í EES-samninginn komi íþyngjandi kostnaðaráhrif ekki fram hjá íslenskum fyrirtækjum, sveitarfélögum og neytendum fyrr en fyrirkomulag framkvæmdar regluverksins liggur fyrir.“

Ég vildi halda þessu til haga við upphaf þessarar atkvæðagreiðslu.