151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

708. mál
[14:13]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hringrásarhagkerfi er forsenda árangurs í loftslagsmálum og í raun þróun samfélaga heimsins svo vel fari í náinni og fjarlægri framtíð. Ný lög um hringrásarhagkerfi á Íslandi eru góð tíðindi og merki um framsýni. Endurnýting og endurvinnsla á sem allra mestu hér innan lands af því sem fellur til hjá okkur mönnunum er flókin. Hún kostar fé og þarfnast ábyrgðar allra; stjórnvalda, stofnana, fyrirtækja og almennings. Það gildir einu hvort um er að ræða lífrænan úrgang eða t.d. plastið sem ógnar í raun lífríkinu svo um munar. Við skulum sameinast um eitt digurt já við þessu ágæta frumvarpi og fagna því. Ég segi já við hringrásarhagkerfi.