151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[20:59]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við ræðum hér frávísunartillögu við frumvarp um hálendisþjóðgarð. Með þessari frávísunartillögu er Alþingi að hlusta á þær athugasemdir og þau rök sem komu frá almenningi um þetta mál. Alþingi vill áfram hafa um þetta mál að segja, að það sé unnið áfram í víðtækri sátt og að farið sé yfir nokkur meginatriði sem komu fram í þeim 158 athugasemdum sem bárust um málið. Þær eru tíundaðar í þessari frávísunartillögu. Svona á að vinna málin, hafa þau í víðtækri sátt og hlusta á athugasemdirnar frá fólkinu. Það er það sem við erum að fara fram á hér, að Alþingi hafi áfram yfir málinu að segja.