151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[21:02]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er bara hálfleikur í þessu máli. Hér á að samþykkja tillögu um að leggja málið fram að nýju ef þessir flokkar halda áfram í næstu ríkisstjórn. Það er klárt. Meira að segja formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir í fréttatímum í kvöld að hann vildi helst sjá sömu ríkisstjórn áfram. Við vitum á hverju við eigum von, meira að segja Samfylkingin hefur stigið í vænginn við Vinstri græn í þessu máli. Miðflokkurinn er eina vörnin gegn þessari vondu lagasetningu. Öfgafriðunarsinnarnir í Vinstri grænum láta ekki staðar numið og líta hvorki til nýtingar okkar grænu orku á hálendinu né almannaréttarins og nýtingar hálendisins hingað til.