154. löggjafarþing — 113. fundur,  16. maí 2024.

útlendingar.

722. mál
[18:19]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Það er auðvitað mjög erfitt að fylgjast með börnum sem eiga um sárt að binda um allan heim. Við erum bara ekkert að tala um það hér. Við erum að tala um að íslensk stjórnvöld taki meðvitaða ákvörðun um að senda úr landi fólk sem er komið hingað. Við erum ekkert að tala um að fara út í heim og sækja fólk og bjarga öllum heiminum, bjarga öllum. Við erum að tala um hlutfallslega mjög fáa einstaklinga, mjög fáa, fyrir utan það að þú þarft tíu manns á Íslandi til að umbylta tölfræðinni. Við eigum heimsmet í öllu, þessu sem öðru.

Ég ætla að ítreka spurningu mína til hv. þingmanns en ég ætla kannski aðeins að umorða hana: Telur hv. þingmaður að það sé raunverulegt vandamál að hingað sé að leita ofboðslega mikið af fólki sem hefur ekki raunveruleg þörf á vernd? Höfum það þar.