145. löggjafarþing — 114. fundur,  22. maí 2016.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

777. mál
[22:56]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Brynjar Níelsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, auðvitað er heimildin í 14. gr. til þess að gera þetta. Seðlabankinn hefur eftirlit með framkvæmd þessara laga. Það eru ansi víðtækar heimildir sem hann hefur í tengslum við eftirlit. Það kemur alveg skýrt fram í greininni.

Ég hef ekki áhyggjur af því að lagastoðin fyrir þessu sé ekki nógu skýr. Ég tel mjög mikilvægt að þessu sé beitt við útboðin eða jafnvel í kringum framkvæmd laganna ef einhver ástæða er til að ætla að eitthvað sé óhreint eða óljóst varðandi einstaka eigendur.