151. löggjafarþing — 114. fundur,  13. júní 2021.

umhverfismat framkvæmda og áætlana.

712. mál
[00:03]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Kolbeinn Óttarsson Proppé) (Vg):

Forseti. Mig langar að þakka fyrir þá vinnu sem fram hefur farið um þetta mál og þann stuðning sem það nýtur hér. Starfshópur vann að þessu máli í tvö ár áður en það kom hingað inn. Mig langaði bara að nýta tækifærið til að nefna það góða fólk sem vann sína góðu vinnu hérna með okkur. Ég leiddi þann hóp. Með voru frá Skipulagsstofnun Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Hildur Dungal, frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti Jón Gunnarsson, frá Samtökum atvinnulífsins Pétur Reimarsson, frá umhverfis- og náttúruverndarsamtökum Sigríður Droplaug Jónsdóttir og frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Guðjón Bragason og Vigdís Häsler, sem skiptu þessu á milli sín. Sú vinna var býsna góð sem þetta ágæta fólk skilaði og skilar sér í nýrri heildarlöggjöf um mat á umhverfisáhrifum sem við getum verið stolt af að koma núna í lög. Ég þakka fyrir.