149. löggjafarþing — 114. fundur,  31. maí 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[09:33]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum; frá utanríkisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1087, um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins, frá Ingu Sæland; frá dómsmálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 1275, um gæsluvarðhalds- og farbannsúrskurði, frá Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur; og á þskj. 1175, um greiðslur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til sérfræðinga, frá Söru Elísu Þórðardóttur. Loks er bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 1173, um sjókvíaeldi, frá Ingu Sæland; á þskj. 1174, um rekstrarleyfi í fiskeldi, frá Ingu Sæland og á þsk. 1128, um laxa- og fiskilús, frá Ingu Sæland.