149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

heilbrigðisstefna til ársins 2030.

509. mál
[11:58]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé óhætt að óska okkur til hamingju með þessa heilbrigðisstefnu. Hún hefur verið nokkuð lengi til umfjöllunar í velferðarnefnd. Mjög margir hafa komið fyrir nefndina og rætt ýmsa vankanta sem eru á slíkri stefnu þegar hún kemur fyrst fram. Ég held að í heild sinni séum við samt að stíga mjög þarft og gott skref fram á veginn í því að hafa sýn á heilbrigðisþjónustuna. Við viljum gera betur og við munum í nýrri framkvæmdaáætlun sýna það og sanna að heilbrigðiskerfið er komið til að eflast og aukast. Ég þakka ráðherranum og hennar fólki fyrir samstarfið um þessa stefnu sem er að mínu viti mjög góð.