Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 115. fundur,  1. júní 2023.

landbúnaðarstefna til ársins 2040.

914. mál
[14:16]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Í 8. lið þessarar stefnu er talað um nýsköpun og tækni. Þar er talað um hvernig nýir orkugjafar, endurnýjanlegir orkugjafar eru nýttir í þágu landbúnaðar og það er talað um rakningarkerfi og síðan er talað um að tækniframfarir verði nýttar til framþróunar í íslenskri landbúnaðarframleiðslu. Ég ætla að nýta tækifærið hérna og koma með þessa klassísku og kannski fyrirsjáanlegu athugasemd frá mér: Það er ekki nægilega mikið talað um kjötrækt hérna.