149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

heilbrigðisstefna til ársins 2030.

509. mál
[11:53]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég kem hér upp til að fagna þessari heilbrigðisstefnu, að hún sé loks komin fram. Ég fagna því einnig að vinna sé hafin við undirstefnur eða framkvæmdaáætlanir í mikilvægum málaflokkum og vil hvetja hæstv. heilbrigðisráðherra áfram í þeim málum og hvetja hana til að hafa eins vítt og gott samráð og mögulega er hægt í þeirri vinnu.

Einnig langar mig til að undirstrika mikilvægi þess að við förum af alvöru að hugsa um heilbrigðismál út frá forvörnum og mikilvægi þess að ráðuneyti vinni saman. Því að forvarnir hafa líka með efnahagsleg og félagsleg réttindi að gera og það skiptir máli að ráðherrar þessara mismunandi málaflokka vinni saman að forvörnum í heilbrigðismálum.