149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

21. mál
[12:22]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil taka sérstaklega undir þau orð sem hér hafa fallið um mikilvægi þessa samnings. Mig langar einnig að taka sérstaklega undir orð hv. þm. Halldóru Mogensen um að við þurfum að vanda til verka þegar við erum að tala um þýðingar á þeim grundvallarhugtökum sem við ætlum að nota. Við höfum fengið ítrekaðar ábendingar frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands og þá sérstaklega frá Rannveigu Traustadóttur sem hefur verið okkur mikið innan handar. Ég get eiginlega ekki ítrekað nógu mikið hversu mjög ég vil taka undir þessi orð.