149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.

19. mál
[12:38]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Efnisatriði málsins eru góðra gjalda verð en staðreyndin er sú að það er starfandi prýðileg stofnun á Ísafirði sem er kölluð Fjölmenningarsetur. Afstaða okkar í Miðflokknum er að skynsamlegra væri að styðja við það starf sem þar er unnið og hugsanlega útvíkka það með einhvers lags útibúi á höfuðborgarsvæðinu, ef þörf þykir á. Við getum ekki tekið undir að stofna nýja ríkisstofnun. Við munum greiða atkvæði gegn þessu máli en það er ekki út af efnisatriðum þess heldur teljum við að mun skynsamlegra væri að styrkja Fjölmenningarsetrið á Ísafirði en að búa til nýja ríkisstofnun.