Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 116. fundur,  5. júní 2023.

opinbert eftirlit Matvælastofnunar.

540. mál
[16:13]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þó að hér sé ekki ástæða til að fara í efnislega umræðu, og auðvitað er það ekki heimilt, er engu að síður ekki hægt annað en að benda á það að hér stóð framsögumaður málsins og fullyrti að allar gjaldtökuheimildir lægju fyrir nú þegar. Hér stendur í greinargerðinni, þess ráðherra sem leggur málið fram, með leyfi forseta:

„… og hins vegar er bætt við gjaldtökuheimild í tvo lagabálka þar sem þær skortir.“ (BjG: Það er rétt.)

Þetta er svona meira af því sama; að við tökum og tökum og tökum en setjum minni áherslu á að spara á. (Gripið fram í.)