154. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2024.

raforkulög.

348. mál
[13:53]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar. Að sjálfsögðu þurfum við að gæta meðalhófs. Að sjálfsögðu munum ekki leggja fleiri línur en við nauðsynlega þurfum til að hringtengja landið. En að sjálfsögðu munum við vilja að hver einasti einstaklingur geti kveikt á ljósaperu eða unnið með raforkuna okkar án þess að þurfa að brenna olíu. Og að sjálfsögðu munum við aldrei fórna meiri hagsmunum fyrir minni. En að nýta þau tækifæri sem stjórnarskráin gefur okkur og þau réttindi sem stjórnarskráin gefur okkur finnst Flokki fólksins alveg sjálfsagt ef það er talið nauðsynlegt fyrir heildarhagsmuni samfélagsins.