145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.

783. mál
[11:52]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að svo sé ekki. Ég ætla þó ekki að fara í umræðu um kosti og galla ESB-aðildar á þessum tímapunkti. Ég tel að í samningnum sem nú liggur fyrir séu ákveðin tækifæri fyrir bændur, eins og ég nefndi. Það þarf hins vegar ákveðna aðlögun og við erum að skoða það og hvernig sé hugsanlega hægt að milda áhrifin fyrir ákveðnar greinar. Við munum sjá hvernig framvinda þessa máls verður.