151. löggjafarþing — 119. fundur,  6. júlí 2021.

endurskoðun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

[14:08]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegur forseti. Það má kannski bara vísa til þeirra stóru kynningarfunda sem áttu sér stað í dag. Sá síðari fer reyndar fram eftir u.þ.b. klukkustund um stöðu verkefnisins, bæði hvað stofnvegaframkvæmdirnar snertir og aðra þætti. En ég held að það sé hægt að segja að í kjarnann snúist þetta um það hvort sé of í lagt að fjárfesta í forgangsakrein úti um allt almenningssamgangnakerfið eða hvort það dugi að vera með forgangsakstur eða sérstaka akrein á þrengra svæði.

Varðandi spurninguna um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka þá hef ég ekki yfirlit yfir þetta en það var í sjálfu sér ekki óheimilt að losa aftur um eignarhlutinn. Það voru eingöngu þeir sem voru teknir fram fyrir á fyrri stigum máls og skuldbundu sig fyrir fram til að taka ákveðna eignarhluti sem ekki gátu selt að útboðinu afstöðnu. Svo er náttúrlega bara ágætt að minna á það að enginn veit hvert verðið á þessum hlutabréfum (Forseti hringir.) verður eftir sex mánuði, tólf mánuði eða tvö ár. Þeir sem hafa innleyst hagnað núna — ég bara fagna því að bréfin hafi hækkað í verði. Ef (Forseti hringir.) bréfin hefðu verið verðlögð þannig að þau væru jafn dýr eða dýrari en það sem þegar var skráð þá hefði áhuginn aldrei verið sá sem hann var.