150. löggjafarþing — 12. fundur,  8. okt. 2019.

varamenn taka þingsæti.

[13:32]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá 4. þm. Suðvest., Guðmundi Andra Thorssyni, um að hann geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Eins og tilkynnt var um á vef Alþingis fimmtudaginn 3. október tók sæti á Alþingi sem varamaður fyrir hann 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu, Margrét Tryggvadóttir.

Þá hefur borist bréf frá 10. þm. Suðurk., Smára McCarthy, um að hann verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum. Í gær, mánudaginn 7. október, tók því sæti á Alþingi sem varamaður fyrir hann 1. varamaður á lista Pírata í kjördæminu, Álfheiður Eymarsdóttir.

Þær hafa báðar tekið sæti á Alþingi áður og eru boðnar velkomnar til starfa að nýju.