154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:44]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Herra forseti. Um leið og ég fagna því að þetta frumvarp sé komið fram þá ætla ég að gera athugasemd við það sem hér sagði áðan, að breytingartillaga Flokks fólksins sé af einhverjum lagatæknilegum orsökum ótæk til afgreiðslu. Ég hef bara aldrei heyrt annað eins djók. Eitthvað verður að gera hérna til þess að geta réttlætt það að segja nei við nákvæmlega því sem þegar hefur verið boðað af ágætum Sjálfstæðisflokknum um að einmitt greiða atkvæði með og berjast fyrir. Sennilega hefði hæstv. dómsmálaráðherra komið með sambærilegt breytingarákvæði í haust, ef að líkum lætur. En auðvitað er ekki hægt að styðja það sem kemur frá stjórnarandstöðu þrátt fyrir að það byggi á nákvæmlega sambærilegum reglum eins og fyrir eru í frumvarpinu. Ég átta mig ekki alveg á því af hverju þetta frumvarp, þó að það væri búið að ræða það 200 sinnum, er ekki lagatæknilega algerlega ómögulegt til að leggja hér fram.