154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:49]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég styð þetta frumvarp þótt útvatnað sé. Varðandi fjölskyldusameiningar er Ísland ekki með kröfur um inngildingu eftir tvö ár. Hin Norðurlöndin eru öll með kröfur um inngildingu. Af hverju? Vegna þess að í hverfum eins og Rosengård í Malmö og Rinkeby í Stokkhólmi er stór hluti hælisleitenda ekki í vinnu. Skandinavía er að reyna að þvinga þetta fólk eða fá það til að fara út á vinnumarkaðinn, hvetja það til að fara út á vinnumarkaðinn og eftir það geti það sameinað fjölskyldur sínar. Við munum líklega sitja uppi með stóran hóp fólks sem er á velferðarkerfinu, ekki vinnandi, ekki með húsnæði, talar ekki tungumálið og það fær rétt til fjölskyldusameiningar. Það er ekki verið að gera neinar kröfu til hælisleitenda eftir tvö ár varðandi fjölskyldusameiningar.

Varðandi breytingartillögu Flokks fólksins er þetta orðrétt úr gömlu lögunum frá 2002. Ég bara því miður gleymdi að vera með veðmál um það að lagatæknin yrði notuð í dag, ég gleymdi því líka í fyrri ræðu minni. (Forseti hringir.) En þetta er alveg skýrt hvað það varðar. — Ég segi já.