144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[12:27]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Í þessari ríkisfjármálaáætlun virðist gert ráð fyrir því að einkaneysla aukist og kannski á kostnað samneyslunnar. Varðandi breytingar í tekjuskattskerfinu, hvað telur hv. þingmaður að þær breytingar sem hafa verið gerðar eða boðaðar núna í kjölfar kjarasamninga þýði? Er verið að forgangsraða í þágu þeirra tekjuminni eða er haldið áfram að gera breytingar í þágu þeirra sem betur eru staddir? Hvernig sér hann fyrir sér að hægt væri að mæta lágtekjufólki og millitekjufólki við gerð kjarasamninga varðandi endurskoðun á skattkerfinu? Telur hann rétt að stefna að því að fletja það út eins og boðað er að gert verði eða hefði verið hægt að mæta sjónarmiðum verkalýðshreyfingar um breytt skattkerfi (Forseti hringir.) í núverandi kerfi?