150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

lyfjalög.

390. mál
[10:40]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við munum sitja hjá í þessu máli í heildina en erum þó með tvær breytingartillögur er snúa að 40. og 45. gr. sem fjalla um lyfjanefndir, á þann máta að við viljum tala um lyfjanefndir sjúkrahúsa og svo lyfjanefnd heilsugæslu. Það er þó gott að sjá að dýralæknar eru komnir í skjól þannig meint að staðinn er vörður um þá, sérstaklega í dreifbýli, og eins með innlenda framleiðslu eins og fer fram á Grenivík. Við styðjum einnig breytingartillögu við 33. gr.