149. löggjafarþing — 129. fundur,  20. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[19:38]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Með þessum breytingartillögum er brugðist við breytingum á efnahagsástandi með því m.a. að auka óvissusvigrúm, með því að hægja á niðurgreiðslu skulda og bæta aðeins í tekjuöflun. Engu að síður eru greiðslur til lífeyrisþega hækkaðar.

Hér er skynsamlega brugðist við breyttu ástandi og ég segi já.