Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

41. mál
[18:28]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, mér finnst eðlilegt að það sé þannig hjá hinu opinbera að það hvíli ákveðin áminningarskylda á stjórnvöldum rétt eins og gengur og gerist á almennum vinnumarkaði, eins og ég fór yfir hér áðan. Mér finnst líka eðlilegt að mælt sé skýrt fyrir um það í lögum hvað þarf til þess að fara að áminna starfsfólk eins og gert er í þeim gildandi ákvæðum sem hv. þingmaður mælir fyrir að verði felld brott.