137. löggjafarþing — 13. fundur,  3. júní 2009.

þjóðlendur.

[13:53]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Frú forseti. Ég get upplýst hæstv. ráðherra um að ég hef bæði sem sveitarstjórnarmaður og nú sem alþingismaður kynnt mér þessi mál og ég verð að segja það að mér finnst ekki stór breyting á þeirri kröfugerð sem nú er verið að fara fram með og hvernig hún er sett fram, frá því sem áður var.

Ég túlka orð ráðherrans þannig að hann ætli sér að halda áfram með þá vinnu sem er í gangi varðandi óbyggðanefnd, þ.e. að hún haldi áfram vestur eftir landinu — hún er á norðvestanverðu landinu núna — og hann ætli að senda nefndina áfram og klára landið með þeim vinnubrögðum sem nú eru í gangi.

Það er verið að seilast mjög langt í núverandi kröfugerð og þeirri kröfugerð sem ég vitnaði í áðan sem var í fréttum á netinu. Það er farið mjög langt, í raun niður undir byggð. Það er verið að fara í afrétti sem tilheyrt hafa landeigendum og sveitarfélögum svo öldum skiptir. Og ég vil því spyrja ráðherrann hvort hann ætli (Forseti hringir.) virkilega að beita áfram sömu hörku og verið hefur.