149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:23]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Þjóðin mótmælir, segja talsmenn flokks sem þurfti að hysja upp um sig æruna og hefur notað þetta mál til að gera það og hefur gerst í þessu máli nokkurs konar landsruglari. [Hlátur í þingsal.] Þjóðin mótmælir, segja þeir. Jú, það hafa sum sé 17.000 manns skrifað undir áskorun til Alþingis um að hafna þessu máli. Það er sú þjóð sem mótmælir. Jú, jú, það er fólk sem hefur áhyggjur og hefur réttmætar áhyggjur og fjöldi manns hefur réttmætar áhyggjur af ýmsu varðandi orkuumhverfi hér á landi og þá alveg sérstaklega hefur fólk áhyggjur af eignarhaldi á auðlindum okkar.

Þeim áhyggjum verður einungis mætt með einu móti og það er með breytingu á stjórnarskrá. En þessi flokkur, þessi landsruglari, hefur ekki sýnt nokkurn áhuga á því máli, segist vera íhaldssamur (Forseti hringir.) í þeim málum. Í þessu orkupakkamáli er ekkert að óttast og ég segi já.