138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.

485. mál
[12:56]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við sem viljum hafa í heiðri mannréttindi fögnum því innilega að þetta frumvarp sé samþykkt með svona mikilli samstöðu. Mannréttindi byggja á þeim orðaskilningi að við erum öll menn og mannréttindi gilda jafnt um konur og karla óháð kynhneigð og þessi lög eru stórt spor í átt til mannréttinda.