150. löggjafarþing — 14. fundur,  9. okt. 2019.

skráningarskylda félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri.

190. mál
[17:40]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Ég hef setið hjá við atkvæðagreiðslu um það frumvarp sem hér er til umfjöllunar, um skráningarskyldu félaga til almannaheilla, en ég verð að vera á rauðu núna. Mér finnst þetta vera flaustursleg vinnubrögð. Það sést best á þeim breytingum sem hér hafa verið lagðar fram. Það er verið að leiðrétta mjög einföld mistök, sem bendir til þess að málið sé flausturslega unnið. Ég bendi á eitt annað, t.d. 13. gr. frumvarpsins, þar sem heimild er fyrir dómara að ljúka máli með áminningu. Ég man ekki eftir að hafa séð þetta áður. Á dómari sem sagt að taka mál fyrir, og ef það er ekki nógu slæmt þá veitir hann einhvers konar áminningu? Hvað er þetta? Ég verð að vera á rauðu gagnvart þessu.