155. löggjafarþing — 14. fundur,  10. okt. 2024.

aðgerðir fyrir Grindvíkinga í kjölfar eldsumbrota á Reykjanesskaga.

261. mál
[11:14]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Með þessari skýrslubeiðni er verið að fara þess á leit að teknar verði saman allar tiltækar upplýsingar um þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Við teljum að það sé mikilvægt að við skoðum það hvað hafi gengið vel og hvað hafi gengið illa, sérstaklega núna þegar um ár verður bráðum liðið frá því að Grindavík var yfirgefin. Þess vegna stend ég og átta hv. þingmenn Suðurkjördæmis að þessari þverpólitísku beiðni um skýrslu.