145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[15:12]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Það eru þrjú ár síðan þingflokkur Bjartrar framtíðar kom í þessum sal með fyrirspurnir og hvatningu, fyrst fyrir þremur árum, til þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um það hvernig við ættum að standa að þeim búvörusamningum sem þá voru í burðarliðnum. Við sögðum, fyrir þremur árum, að við skyldum gera þetta almennilega, við skyldum koma á samráði. Á það var ekki hlustað en samt var eins og það rynni upp ljós fyrir meiri hlutanum í atvinnuveganefnd og þau reyndu eins og þau gátu á síðustu metrunum að bæta um og sögðu: Við skulum skoða þetta eftir þrjú ár og þá skulum við fara að gera hitt og þetta. Þau settu það upp í falleg orð í nefndaráliti hjá sér.

Það er ekkert garantí fyrir að það verði gert. Hér erum við að greiða atkvæði um samninga til tíu ára um óbreytt ástand og það er óþolandi. Það er vont fyrir bændur. Þetta er ekki góður samningur fyrir bændur og mér þykir ömurlega leiðinlegt að Sjálfstæðisflokkur (Forseti hringir.) og Framsóknarflokkur treysti ekki landbúnaðinum á Íslandi í samkeppni. Landbúnaður á Íslandi getur fyllilega staðið í samkeppni við erlendar vörur.