150. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2019.

ráðherrar til svara í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill þvert á móti hrósa hæstv. félags- og barnamálaráðherra fyrir að bregðast vel við og koma í óundirbúinn fyrirspurnatíma með skömmum fyrirvara. Þannig hafði atvikast að ekki stóðu eftir nema tveir hæstv. ráðherrar þegar verið var að undirbúa fundinn síðdegis í gær og í morgun. Félags- og barnamálaráðherra á síst skilið að sitja undir gagnrýni en hitt viðurkennir forseti, að það er óheppilegt að listinn liggi ekki fyrir með góðum fyrirvara og sé réttur. Stundum gerist þetta samt. Þannig háttaði til að í óundirbúnum fyrirspurnatíma á mánudaginn voru mjög margir ráðherrar en fáir skráðir í dag af ástæðum sem við getum giskað á hverjar séu, m.a. Arctic Circle ráðstefnan, þannig að það er verið að reyna að gera sitt besta í þessum efnum.