151. löggjafarþing — 16. fundur,  5. nóv. 2020.

orð þingmanns í störfum þingsins.

[11:13]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og hrósa forseta fyrir að bregðast við þessu strax því að ég deili skoðunum annarra þingmanna hér. Þetta held ég að hafi ekki verið mistök, ég held að hv. þingmanni sé vel kunnugt um það hvaða reglur gilda um samskipti í þessum þingsal, heldur sé hann með þessu að ramma inn skoðanir sínar. Ég vildi í því sambandi vilja hvetja hann til að skoða það hvað felst í þeirri löggjöf í Póllandi sem hann er að mæla fyrir. Ég held að allar konur sem upplifað hafa á meðgöngu að standa frammi fyrir þeirri ákvörðun, t.d. vegna alvarlegra veikinda barns, viti hvers lags sársauki felst í því. Ég er ekki reið, ég er leið þegar ég heyri menn tala fyrir þessum skoðunum. (Gripið fram í: Heyr, heyr. )