150. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2019.

ráðherrar til svara í óundirbúnum fyrirspurnum.

[10:36]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Það kom mjög snöggt að hæstv. félags- og barnamálaráðherra kom inn. Ég held að maður sé búinn að læra það í þinginu að vera eins og skátarnir, ávallt viðbúinn. Ég var tilbúinn með spurningar til allra þriggja. Ég á gusu fyrir félags- og barnamálaráðherra vegna þess að mér finnst skipta mestu máli að ná sambandi við hann þannig að ég fagna því að hann sé kominn.