145. löggjafarþing — 161. fundur,  3. okt. 2016.

rammaáætlun.

[11:19]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Þetta er auðvitað gríðarlega dýrmætt og mikilvægt ferli sem er til umræðu. Ég er sammála hæstv. ráðherra um að það hlýtur að vera til viðvarandi skoðunar með hvaða hætti það nýtist best og hvernig við þróum það frá ári til árs. Ég held að við eigum að ræða það á hverjum tíma.

Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið að því er varðar stuðning hennar við framlagningu málsins, sem er auðvitað það sem fram kemur nánast bæði í málinu sjálfu og svo í framsögu hæstv. umhverfisráðherra. En það sem ég vil spyrja hæstv. ráðherra um og biðja hana um að skerpa á í seinna svari sínu er hvort hún standi efnislega með þeim tillögum sem fram koma.